Auglýsing

Fullar fangageymslur eftir nóttina í Reykjavík: Þjófnaðir og slagsmál

Töluvert var um aðila í annarlegu ástandi í gærkvöldi og í nótt en samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru sjö aðilar sem gista fangaklefa þennan morguninn vegna mismunandi brota. Meðal verkefna lögreglunnar voru tilkynningar um slagsmál, umferðaróhöpp og akstur undir áhrifum en hér er þeim skipt niður eftir svæðum.

Lögreglustöð 1 – Austurbær- Miðbær-Vesturbær-Seljarnarnes:

Tilkynnt um ofurölva aðila í strætóbifreið. Aðilanum vísað þaðan út að beðni strætó.

Höfð voru afskipti af aðila sem var að aka án réttinda. Vettvangsskýrsla rituð.

Tilkynnt um aðila í hverfi 101 sem var ekki að valda sér að sökum ölvunar. Aðilinn vistaður í fangaklefa að sökum ástands.

Tilkynnt um þjófnað í verslun í hverfi 108.

Tilkynnt um ölvaðan aðila í hverfi 101.

Tilkynnt um slagsmál í hverfi 101. Aðilar farnir af vettvangi er lögreglu bar að.

Ökumaður bifreiðar handtekinn vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna. Aðilinn færður á lögreglustöð og var laus úr haldi lögreglu að blóðsýnatöku lokinni.

Tilkynnt um vímaðann aðila í hverfi 105. Aðilanum ekið heim til sín.

Tilkynnt um aðila í annarlegu ástandi í hverfi 108. Honum ekið heim til sín.

Tilkynnt um öskrandi aðila sem var að raska næturró í hverfi 101. Aðilinn lofaði að hætta og stóð hann við það.

Tilkynnt um þjófnað í verslun í hverfi 103.

Höfð voru afskipti af aðila sem var að aka bifreið sviptur ökuréttindum. Vettvangsskýrsla rituð.

Tilkynnt um innbrot í heimahús í hverfi 108. Meintur gerandi handtekinn skammt frá vettvangi og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Lögreglustöð 2 – Hafnarfjörður- Garðabær- Álftanes:

Töluvert af útköllum á varðsvæði lögreglustöðvar 2 tengt ölvun.

Lögreglustöð 3 – Kópavogur- Breiðholt:

Tilkynnt um aðila í annarlegu ástandi.

Tilkynn um líkamsárás í hverfi 200. Aðilinn handtekinn og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Tilkynnt um umferðaróhapp í hverfi 220. Minniháttar og enginn slasaður.

Lögreglustöð 4 – Grafarvogur- Mosfellsbær- Árbær:

Ökumaður bifreiðar sinnti ekki stöðvunarmerki lögreglu sem var við umferðareftirlit. Ökumaður bifreiðarinnar grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Ökumaður bifreiðarinnar vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing