Eftir níu mánuði á Alþjóðlegu geimstöðinni lentu NASA-geimfararnir Suni Williams og Butch Wilmore í geimfarshylki sínu í hafi skammt frá Tallahassee í Flórída.
Með þeim í farinu voru einnig Nick Hague frá NASA og rússneski geimfarinn Aleksandr Gorbunov.
Hylkið lenti farsællega og innan við klukkustund síðar höfðu geimfararnir yfirgefið Dragon-hylkið örugglega.
Williams og Wilmore áttu upphaflega að dvelja í geimnum í aðeins átta daga, en vegna tæknivandamála við Boeing-geimfarið sem átti að koma þeim til jarðar, varð ferðin mun lengri – alls 286 dagar í geimnum.
Þeim var nýlega bjargað af Space-X fyrirtæki Elon Musk í samvinnu við NASA í einni merkilegustu björgunaraðgerð sögunnar.
Hér má sjá myndband af lendingunni og augnablikið þegar geimfararnir stíga út úr hylkinu: