Grímuklæddir menn ráðast á bíl sem flutti alræmdan glæpon – 2 látnir og minnst 3 særðir – Myndband

Grímuklæddir menn réðust á bifreið sem flutti glæpamann sem þekktur er undir nafninu „Flugan“, í Frakklandi í dag.

Mennirnir voru vopnaðir hálfsjálfvirkum vélbyssum og hófu árásina með að keyra bíl sínum í bifreiðina sem flutti fangann alræmda.

Þeir myrtu tvo fangaverði sem voru um borð og særðu að minnsta kosti þrjá í viðbót.

sögn Sky News var notast við tvo bíla sem keyrt var utan í flutningabílana sem ferjuðu „Fluguna“.

Fanginn hafði komið fyrir dómara fyrr um morguninn þar sem réttað var yfir honum fyrir manndrápstilraun. Árásin átti sér svo stað þegar verið var að flytja manninn til baka í fangelsið og virðist þaulskipulögð.

Innanríkisráðherra Frakklands tilkynnti að hundruð lögreglumanna gerðu nú dauðaleit að byssmönnunum.

Hægt er að sjá myndband sem náðist af árásinni hér fyrir neðan.

Auglýsing

læk

Instagram