The Anti-Defamation League, heimsfræg hagsmunasamtök gyðinga, töpuðu enn og aftur dómsmáli hér á landi en nú var það í Landsrétti sem dómur féll. Nútíminn greindi frá því í nóvember þegar samtökin höfðuðu mál gegn íslenska vefhýsingarfyrirtækinu 1984.is en dómsmálið snérist um vefsíðu sem þeir síðarnefndu hýstu. Vildu samtökin fá lögbann á síðuna.
Um er að ræða vefsíðuna „The Mapping Project“ er stafrænt kort á veraldarvefnum sem, að því er virðist, vera nafnlaust verkefni þeirra sem styðja sjálfstæði Palestínu. Á kortinu er hægt að finna hinar ýmsu lögaðila sem sagðir eru vinna gegn hagsmunum Palestínu í Bandaríkjunum. ADL heldur því fram að kortið sé hættulegt gyðingum og sé í raun hluti af hatursáróðursherferð gegn þeim og að hryðjuverkamenn geti notfært sér það til þess að koma höggi á bandaríska gyðinga.
Héraðsdómur hafði dæmt 1984.is í vil í lok nóvember en sá úrskurður var kærður til Landsréttar sem svo staðfesti hin kærða úrskurð í vikunni.
Samtökin stofnuð 1913
Það eru fáir, ef einhverjir, sem hefðu getað ímyndað sér það að átökin á Vesturbakkanum gætu náð til Íslands en svo er raunin ef marka má dómsmál sem rekið var fyrir héraðsdómi Reykjavíkur á dögunum. Hin frægu samtök bandarískra gyðinga, The Anti-Defamation League, fóru í mál við íslenska vefhýsingafyrirtækið 1984 eftir að sýslumaðurinn í Reykjavík neitaði þeim um lögbann á hýsingu vefsins „The Mapping Project.“
Um er að ræða nokkuð flókið mál en Nútíminn fór yfir báða dómana sem hafa fallið og kynnt sér bæði samtökin „The Anti-Defamation League“ og vefsíðuna „The Mapping Project“ til þess að geta skrifað um það á mannamáli – ef svo má að orði komast. The Anti-Defamation League, hér eftir ADL, eru samtök sem stofnuð voru árið 1913 í Bandaríkjunum en á vefsíðu þeirra segjast samtökin berjast gegn hatursáróðri sem beinist að gyðingum. Í dómsskjölum, sem Nútíminn hefur undir höndum, segir ADL að „tilgangur samtakanna hafi frá upphafi verið sá að berjast gegn ærumeiðingum í garð gyðinga og að tryggja réttlæti og sanngjarna meðferð allra.“
ADL með starfsemi úti um allan heim
Þá hafi samtökin þá yfirlýstu stefnu að berjast gegn gyðingahatri og hvers kyns kynþáttahatri og hatursorðræðu hvar sem hún birtist. Þá segjast samtökin reka fjölmargar skrifstofur í Bandaríkjunum og Evrópu en séu með lögheimili í Bandaríkjunum.
„ADL eru í raun njósnasamtök sem hafa það að markmiði að vernda gagnkvæma hagsmuni bandarískra og ísraelskra stjórnvalda, og eyða einingu á meðal kúgaðs fólks, sérstaklega varðandi Palestínu“
The Mapping Project er hinsvegar stafrænt kort á veraldarvefnum sem, að því er virðist, vera nafnlaust verkefni þeirra sem styðja sjálfstæði Palestínu. Á kortinu er hægt að finna hinar ýmsu lögaðila sem sagðir eru vinna gegn hagsmunum Palestínu í Bandaríkjunum. ADL heldur því fram að kortið sé hættulegt gyðingum og sé í raun hluti af hatursáróðursherferð gegn þeim og að hryðjuverkamenn geti notfært sér það til þess að koma höggi á bandaríska gyðinga.
Vilja uppræta samtökin
„Markmið okkar með þessari heildarkortlagningu var að varpa ljósi á niðurbrotsfélög og samtök til þess að gera okkur kleift að uppræta þau. Sérhvert félag hefur heimilisfang – unnt er að uppræta öll samtök.“ Þá kemur einnig fram á síðunni að tilgangur hennar sé að uppræta ADL: „ADL félagar dulbúast undir regnhlíf „almannaréttar“ en ADL eru í raun njósnasamtök sem hafa það að markmiði að vernda gagnkvæma hagsmuni bandarískra og ísraelskra stjórnvalda, og eyða einingu á meðal kúgaðs fólks, sérstaklega varðandi Palestínu. ADL njósnar um og glæpavæðir aðgerðarsinna (notfærir sér tengsl við stjórnvöld, lögreglu, skóla og viðskiptafélög) á sama tíma og ADL grefur undan starfsemi þeirra með því að halda á lofti eigin, skilyrtum áróðri sínum um „styðjum Ísrael“. Á sama tíma og ADL þykist styðja gyðinga og að það berjist gegn „gyðingahatri“ fyrir þeirra hönd, hafa samtökin stutt við ofbeldi gegn gyðingum og nasista. Ekki er unnt að gera úrbætur á ADL, heldur verður að uppræta samtökin og nota hvern eyri úr vösum þeirra til að laga það tjón sem þau hafa valdið,“ segir á vefsíðu hins stafræna korts. Ekki kemur fram hverjir standa að baki vefsíðunni sem birtir umrætt kort.
Tekist á um tjáningarfrelsi
Málið hér á Íslandi hófst í byrjun árs þegar 1984 ehf. tók að sér að hýsa þetta stafræna kort en þá krafðist lögmaðurinn Sigurður Kári Kristjánsson, fyrir hönd ADL, að lögbann yrði lagt á hýsingu vefsíðunnar. Sýslumaðurinn í Reykjavík hafnaði þeirri beiðni eftir að báðum aðilum gafst kostur á að tjá sig um sín sjónarmið. Það gerði hann samdægurs með vísan til þess að ADL hefði ekki gert sennilegt að skilyrði laga um lögbann teldust vera uppfyllt. Þá kemur fram í dómsskjölum að sýslumaður sæi ekki betur en að efni vefsíðunnar sem krafan beindist að væri „innan marka tjáningarfrelsis.“ ADL sætti sig ekki við þessa niðurstöðu sýslumanns og skaut því málinu til héraðsdóms Reykjavíkur sem felldi dóm sinn um málið í gær. ADL vildi meina að 1984 ehf. væri að hýsa vefsíðu sem innihélt hatursorðræðu en lögmaður The Mapping Project, Ólafur Örn Svansson, hélt því fram fyrir dómi að hið íslenska vefhýsingarfyrirtæki væri í raun ekki að gera neitt rangt – þeir væru að þjónusta viðskiptavin fyrirtækisins sem keyrði vefsíðu þar sem fram kæmu upplýsingar sem væru innan ramma tjáningarfrelsis.
Dómarinn í héraðsdómi, Hildur Briem, var ekki sammála ADL í máli þessu og hafnaði því öllum dómkröfum þeirra og staðfesti þannig ákvörðun sýslumanns um að hafna beiðni samtakanna um lögbann á síðuna. Var samtökunum gert að greiða 1984 ehf. 1,3 milljónir króna í málskostnað.
Fyrir Landsrétti voru það svo þeir Eiríkur Jónsson og Jóhannes Sigurðsson og Kjartan Bjarni Björgvinsson,landsréttardómarar, sem staðfestu úrskurðar Hildar Briem. Þá var Anti-Defimation League gert að greiða 1984.is hálfa milljón króna í kærumálskostnað.
Vefsíða The Anti-Defamation League
Dómurinn í heild sinni í héraðsdómi
Dómurinn í heild sinni í Landsrétti