Hvalfjarðargöng lokuð í kvöld

Lögreglan á Vesturlandi biður fólk að vera meðvitað um að göngin um Hvalfjörð verða lokuð í dag, 15. maí milli klukkan 21:00 og 23:00.

Ástæðan er umfangsmikil brunaæfing sem mun eiga sér stað á vegum Vegagerðarinnar, Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveita og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

Hægt verður að fara hjáleið um Hvalfjörð (veg 47) meðan á æfingunni stendur en lokanir verða við gatnamót Hringvegar og Hvalfjarðarvegar í Leirársveit og gatnamót Hringvegar og Hvalfjarðarvegar á Kjalarnesi.

Vegfarendur eru beðnir afsökunar á óþægindum sem þetta kann að valda og taka tillit til þessa í ferðaáætlunum sínum.

Auglýsing

læk

Instagram