Kemur Bjarni Benediktsson fyrir í heimildarmyndinni um Ashley Madison?

Í upprunalegu frétt Nútímans vantaði spurningamerkið í fyrirsögnina og biðst Nútíminn velvirðingar á þeim mistökum.

Þann 15. maí mun Netflix streymisveitan sýna heimildamynd um framhjáhaldssíðuna Ashley Madison.

Síðan er líklega þekktust á Íslandi vegna þess að stór gagnaleki átti sér stað eftir að brotist var inn í gagnaver síðunnar og kom þá í ljós að Bjarni Benediktsson, þáverandi fjármálaráðherra og núverandi forsætisráðherra Íslands, var skráður á síðuna.

Bjarni notaði nafnið IceHot1 og sagði Vísir frá því í frétt sinni eftir lekann að notandinn væri skráður til húsa á heimilisfang föður Bjarna í Bandaríkjunum.

Lekinn var umfangsmikill og en notendur Ashley Madison skiptu tugum milljóna um allan heim. Óvíst er hvort aðrir nafngreindur notendur voru æðstu ráðamenn þjóðar sinnar og verður fróðlegt að sjá hvort Bjarni komi við sögu í heimildamyndinni.

Stiklu Netflix má sjá hér fyrir neðan en myndin verður frumsýnd 15. maí.

Auglýsing

læk

Instagram