„Fámennt en góðmennt“—fleiri stórbrotnar þýðingar frá FB-hópnum Bylt Fylki

Fréttir

Líkt og fram kom á SKE.is í fyrra hefur Facebook-hópurinn Bylt Fylki vakið mikla lukku meðal áhugamanna um íslenskar þýðingar. Í hópnum deila meðlimir plakötum frá erlendum kvikmyndum undir yfirskrift eigin þýðingar. 

Nánar: https://ske.is/grein/sjohundrud-medlimir-tveimur-vikum-sidar-bylt-fylki-slaer-i-gegn

Reglulega lítur forsprakki hópsins—Arnar Tómas Valgeirsson—yfir farinn veg og tekur saman allt það sem staðið hefur upp úr eftir félaga hópsins (sjá hér að neðan). Meðal eftirminnilegra þýðinga er útlegging Kolbrúnar Lilju Kolbeinsdóttur á kvikmyndinni A Few Good Men: Fámennt en góðmennt. 

Áhugasömum gefst tækifæri til þess að gaumgæfa fleiri þýðingar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.

Nánar: https://www.facebook.com/group…

Auglýsing

læk

Instagram