Lárus Welding um bankahrunið: „Það er mjög margt sem við máttum gera miklu betur“

Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, gekk í gegnum lífsreynslu sem fáir munu nokkurn tímann upplifa; þegar bankinn sem hann hafði stýrt í sautján mánuði hrundi með öllu fjármálakerfi Íslands á haustmánuðum 2008. Á einni nóttu snerist heilt þjóðfélag gegn bankamönnunum sem höfðu árin á undan verið álitnir óskabörn þjóðarinnar. Í kjölfarið tóku við mörg ár af dómsmálum hjá Lárusi en hann hefur lýst þessum atburðum vel í bókinni Uppgjör bankamanns sem þeir Lárus og Frosti Logason ræddu á hlaðvarpsveitunni Brotkast.

„…það sem manni sárnaði kannski mest var að manni var alltaf gefinn ákveðinn ásetningur“

„Það er mjög margt sem við máttum gera miklu betur, fara miklu hægar, vanda vinnubrögð miklu meira og ekki vera með millifundaákvarðanir og allt þetta sem er búið að breyta. Margt hefur batnað en það sem manni sárnaði mest var kannski að manni var alltaf gefinn ákveðinn ásetningur,“ segir Lárus Welding sem vill meina að hann hafi alltaf hugsað um bankann sem hann stýrði fyrst og fremst og reynt að lágmarka áhættu hans eins mikið og hægt var á þeim tíma.

„Það fannst mér mest ósanngjarnt í þessu,“ segir Lárus og bætir við að mestu vonbrigðin fólust í því að hafa ekki tekist betur að útskýra fyrir þjóðinni hvað þau í bankanum voru að reyna að gera á þessum tíma.

Fékk fimm ára skilorðsbundin dóm

Lárus var dæmdur í fimm ára skilorðsbundið fangelsi fyrir Stím-málið svokallaða en hann er mjög ósáttur við þann dóm. Hann hafi fengið færustu fjármálasérfræðinga landsins til þess að fara yfir málið fyrir dómi og þeir hafi allir komist að sömu niðurstöðu.

„Þar hafði ég fengið fjóra doktora, okkar bestu doktora í fjármálum – Ásgeir Jónsson, sem nú er seðlabankastjóri og Gylfa Magnússon, minn fyrrverandi prófessor og við fengum þá alla til að fara yfir þetta mál. Þeir komust allir að sömu niðurstöðunni sem var að ég hefði minnkað áhættu bankans með þessum viðskiptum og hvernig gat ég þá hafa framið umboðssvik?“

Virkilega áhugavert viðtal sem ekki er hægt að láta framhjá sér fara. Þú getur séð brot úr því hér fyrir neðan en ef þú vilt horfa og heyra það allt saman að þá er það hægt með áskrift að Brotkasti.

Auglýsing

læk

Instagram