Lögregla varar við svindlurum

Lögreglan á Norðurlandi vestra sendi frá sér tilkynningu þar sem varað er við svindlurum sem senda tölvupóst á fólk í þeim tilgangi að fá það til að smella á hlekkinn sem fylgir með sem viðhengi.

Tölvupósturinn ber merki bæði löggæslustofnunarinnar Europol og lögreglunnar. Þá er líka skjaldamerki Íslands fest við.

Pósturinn er á bjagaðri íslensku og fjöldinn allur af málfarsvillum sjáanlegur við nánari lestur.

Einkum er það eldra fólk sem fellur fyrir slíku svindli en öllum er þó ráðlagt að hafa varann á.

Mynd af bréfinu sem lögregla vara við má sjá hér fyrir neðan.

Bréfið sem lögregla varar við

Auglýsing

læk

Instagram