Lömuð og algjörlega réttlaus eftir alvarlega líkamsárás í Vinakoti: Gerandinn var kona og var því ekki handtekinn

Tinna Guðrún Barkardóttir, sem í dag stýrir hlaðvarpinu Sterk saman, lenti í alvarlegri líkamsárás sem stóð yfir í um 2 klukkustundir þegar hún var starfsmaður hjá Vinakoti í mars árið 2022. Tinna var ein á vakt þar sem samstarfsmaður hennar þurfti að sinna veiku barni. Skjólstæðingur Vinakots, 18 ára kona, fékk að vita fyrirfram að Tinna yrði ein á vakt þennan afdrifaríka dag. Konunni var sagt frá því fyrirfram að Tinna yrði ein á vakt þennan örlagaríka dag, þrátt fyrir að í reglum Vinakots væri það skýrt að aldrei mætti aðeins einn starfsmaður vera að gæta þessa einstaklings. Tinna var gestur í hlaðvarpi Götustáka sem þeir Aron Mímir Gylfason og Bjarki Valur Viðarsson stýra á efnisveitunni Brotkast.

Heilablóðfall árið 2015

Tinna fékk heilablóðfall árið 2015 en náði sér að mestu leyti aftur eftir endurhæfingu á Grensás í tæpt ár en þurfti að læra allt upp á nýtt. Hún var búin að ná því að labba og hlaupa en fingur Tinnu hafa þó ekki virkað síðan og hún ekki í axlarlið. Hún var búin að sætta sig við að geta ekki notað vinstri höndina og farin að ganga svo fötlunin var hætt að trufla hana dags daglega.

Vinakot í mars 2022

Í mars árið 2022 lenti Tinna svo í alvarlegri líkamsárás frá konu sem Tinna hafði verið að gæta. „Hún reiðist og missir ekki stjórn á sér, sem mér finnst eiginlega verra. Hún var alveg salí-slök. Það hefði eiginlega verið betra ef hún hefði bara tapað sér. En hún missti ekki stjórn á sér heldur beygði sig alltaf í hnjánum og sagði: Jæja Tinna, ertu tilbín í næsta?“ Taldi svo niður upp að þremur og reif mig svo upp á hárinu og barði mér í gluggakistu.“

Þetta byrjaði með því að eftir hádegi þennan örlagaríka dag óskaði ofbeldiskonan eftir því að fá innkaupakort Tinnu afhent, sem Tinna neitaði. Þá reiddist ofbeldiskona Tinnu og hrinti henni utan í vegg. Úr urðu 2 klst af barsmíðum sem enduðu á því að Tinna fékk tvo kosti: Að ofbeldiskonan yrði hennar bjargvættur og hringdi á sjúkrabíl eða að Tinna yrði drepin.

„Hausinn á mér var eins og hraðahindrun, hún var búin að negla höfðinu á mér svo oft utan í gluggakistuna.“

Í kjölfarið á þessu atviki var byrjað að nota hnapp á Vinakoti og sambærilegum stofnunum. „Það þarf yfirleitt eitthvað svona að gerast – ákveðinn skellur að taka það á sig,“ segir Tinna.

„Ég hef oft séð eftir því vali svo þeir sem kæmu eftir mér á vakt að hafa ekki séð mig dauða á gólfinu“

Slökktu á búkmyndavélum að ósk gerandans

Gerandinn ekki handtekinn vegna þess að hún er kona: „Þetta er ekkert þeim að kenna, svona gerist, betra að ég lendi í þessu en einhver annar,“ segir Tinna þegar hún útskýrir meðvirkni sína eftir árásina.

„Það sem mér finnst líka, hún er orðin 18 ára þegar þetta gerist, þannig að hún er orðin fullorðin, hún er ekki handtekin. Samt er lagaramminn tilraun til manndráps.“

Bjarki spyr þá: „Hvað er þá sagt, nú stoppar þú?“

„Ekki einu sinni það, löggan mætti þegar ég er farin með sjúkrabíl af því að ég gat ekki hugsað mér að þeir sem kæmu eftir mér á vakt, kæmu að mér dauðri á gólfinu. Ég hef oft séð eftir því vali.“

Sjúkraflutningamennirnir, sem voru þrír, voru svo hræddir um eigið öryggi að þeir drifu Tinnu út úr húsinu. Þá mætti Lögreglan á staðinn.

„Og er þetta sanngjarnt gagnvart strákum eða?“

Ofbeldiskonan fór fram á það að lögreglan myndi slökkva á búkmyndavélum sínum, sem og hún gerði. Þegar rannsóknarlögreglan tók skýrslu af Tinnu spurði hún hversvegna ofbeldiskonan hafi ekki verið handtekin?

Ekki handtekin vegna þess að hún er kona: Jafnréttið er bara í aðra áttina

„Ef hún hefði verið strákur hefði hún verið handtekin og sett á Hólmsheiði. En af því hún er stelpa, þá er ekkert.“

Götustrákar spyrja: „Hvernig getur það verið?“

„Jafnréttið er bara í aðra áttina. Þetta er bara galið!“

Götustrákar spyrja: „Þannig að hún fékk engar afleiðingar, ekki vistuð á geðdeild eða ekkert bara. Hún var nánast að pynta þig í tvo tíma!“

„Engar. Og er þetta sanngjarnt gagnvart strákum eða?“

„Algjörlega réttlaus og mun aldrei ná sér að fullu“

Í viðtalinu kemur fram að hún sé algjörlega réttlaus gagnvart kerfinu. Hefði henni verið hrint niður stiga hefði hún átt rétt á bótum, en hvorki hið opinbera né stéttarfélag hennar sjái sér fært að framfleyta henni þannig að þrátt fyrir lífshættulegt ofbeldi í starfi, þar sem gerandanum er ekki gerð nein refsing, sé hún algjörlega réttlaus fyrir lífstíð þrátt fyrir varanlega lömun vegna líkamsárásarinnar.

Hægt er að hlusta á Sterk saman á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Þá er hægt að hlusta á viðtal Götustráka við Tinnu með því að kaupa sér áskrift á brotkast.is/askrift/

Auglýsing

læk

Instagram