Louisiana fylki í Bandaríkjunum mun gelda dæmdan kynferðisbrotamann

Glenn Sullivan er 54 ára gamall karlmaður sem dæmdur var í 54 ára fangelsi í Louisiana fylki í Bandaríkjunum. Auk fangelsisvistarinnar verður Sullivan vanaður varanlega en slík refsing er leyfileg í Louisiana fylki.

Lög sem sett voru í fylkinu heimila dómara að dæma menn til efnafræðilegrar geldingar en þeir geta sjálfir óskað eftir því að slíkt sé gert með aðgerð. Sullivan óskaði eftir að farið yrði þá leið þegar hann var dæmdur til þess að verða vanaður ofan á fangelsisvistina.

Sullivan braut ítrekað gegn stúlkunni þegar hún var 14 ára gömul og varð hún barnshafandi eftir eitt skiptið og staðfestu lífssýni að Sullivan væri faðirinn.

Hann hafði einnig í hótunum við hana þar sem Sullivan hótaði að skaða bæði hana og fjölskyldu hennar ef hún segði frá brotunum.

Saksóknari Louisiana, Scott Perilloux sagði í viðtali við CBS að líklega væri fjöldi slíkra brota sem aldrei væri tilkynntur vegna ótta stúlknanna eftir slíkar hótanir.

Auglýsing

læk

Instagram