Sjáðu Heru Björk flytja íslenska lagið í Osló

Það er hefð að halda svokölluð fyrir-partý fyrir Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og var eitt slíkt haldið í Osló á laugardagskvöldið.

Tveir þátttakendur fluttu lög sín í veislunni. Hera Björk flutti framlag Íslands með glæsibrag eins og henni er einni lagið við frábærar undirtektir viðstaddra.

Hera Björk mun stíga á svið í fyrri undanúrslitum söngvakeppninnar þann 7. maí en aðalkeppnin verður haldin laugardaginn 11. maí.

Hægt er að horfa á flutning Heru Bjarkar á laginu Scared of Heights í myndbandin hér fyrir neðan.

 

Auglýsing

læk

Instagram