Spá gasmengun í Höfnum: Sjáðu hvert gasmengunin berst í dag

Hér fyrir neðan birtist textaspá veðurvaktar um gasdreifingu á landinu í dag og á morgun ásamt almennri veðurspá fyrir gosstöðvarnar. Kortin sýna þau svæði á landinu þar sem brennisteinsmengunar (SO2 ) í byggð fyrir næstu 48 tíma.

Fremsta kortið sýnir spá um styrk brennisteinstvíyldis við yfirborð, næstu þrjú kort sýna þau svæði þar sem mengunar geti orðið vart á næstu sex eða tuttugu og fjórum klukkustundum. Liturinn á þeim kortum gefur eingöngu til kynna svæði, ekki styrk.

Á þeim svæðum á landinu þar sem hætta er á brennisteinsmengun er ráðlagt að fylgjast vel með stöðu loftgæða og fylgja ráðleggingum Umhverfisstofnunar ef mengun er til staðar, sjá hlekki neðst á síðunni.

Mikilvæg skilaboð um gasmengun fyrir þá sem eru inni á hættusvæði vegna jarðhræringa:

  • Gasmengun getur alltaf farið yfir hættumörk í nágrenni við eldstöðina. Mökkurinn leggst undan vindi.
  • Í hægviðri (<5 m/s) getur dreifing gasmengunar verið ófyrirsjáanleg, þar sem hiti frá hraunbreiðu hefur áhrif á vindátt á svæðinu.
  • Gasmengun berst einnig frá hraunbreiðunni vegna afgösunar.
  • Ef einkenna verður vart er mikilvægt að koma sér burt frá aðstæðum.

Spá veðurvaktar um gasdreifingu

Síðdegis í dag (þriðjudag) er útlit fyrir austan 5-10 m/s og mengunin berst þá til vesturs, m.a. yfir Svartsengi og Hafnir.
Á morgun (miðvikudag) er útlit fyrir austan og síðar norðaustan 5-10 m/s og mengunin berst þá til vesturs og suðvesturs og gæti borist bæði yfir Svartsengi og síðar Grindavík.
Spá gerð: 26.03.2024 10:46. Gildir til: 27.03.2024 23:59.


SV-land styrkur − Þri 13:00

Auglýsing

læk

Instagram