Auglýsing

Tvö ungmenni hafa látist í sömu íbúðinni með stuttu millibili vegna ofneyslu

Átján ára piltur lést þann 16. janúar eftir ofneyslu í heimahúsi í Fellahverfinu í Breiðholti. Hann er annar af tveimur ungmennum sem hafa látist í sömu íbúðinni vegna ofneyslu en ung kona lést þar fyrir aðeins einu ári síðan. DV greinir frá þessu og hefur Nútíminn einnig fengið það staðfest.

Um er að ræða íbúð þekkts ofbeldismanns í undirheimum Reykjavíkur sem hefur hlotið fjölda dóma og verið dæmdur nokkrum sinnum í fangelsi. Að sögn heimildarmanna DV er algengt að ungmenni haldi til í íbúðinni. Nútíminn hefur einnig fengið það staðfest en um er að ræða bæði ungmenni af báðum kynjum, allt frá sextán ára aldri. Þrátt fyrir þetta virðist lögregla ekkert geta gert.

DV ræddi Grím Grímsson, yfirlögregluþjón á miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem sagði engan grun um að neitt saknæmt hefði átt sér stað. Það sama og hann sagði fyrir ári síðan þegar DV greindi frá andláti ungu konunnar.

Samkvæmt heimildum Nútímans hafa menn í undirheimum Reykjavíkur farið að heimili mannsins og reynt að ræða við hann um þessi ótímabæru andlát en miðað við andlát unga piltsins þá hefur það engan árangur borið.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing