Ætlaði ekki að móðga neinn

Auglýsing

„Þetta átti bara að vera grín og ég ætlaði ekki að móðga neinn. Þetta var bara brandari,“ segir Corentin Siamang, maðurinn sem þóttist taka viðtal við tyrkneska landsliðsmanninn Emre Belozoglu með uppþvottabursta á Keflavíkurflugvelli í fyrradag. Siamang hefur fengið fjölda líflátshótana frá tyrkenskum aðdáendum og þá var einnig brotist inn á Facebook síðu hans.

Siamang óraði ekki fyrir því að athæfi hans, sem átti að hans sögn að vera saklaust grín, myndi hafa slíkar afleiðingar. „Allt í einu sé ég að andlit mitt er í fjölmiðlum út um allt. Á CNN í Tyrklandi og víðar. Það verður allt brjálað. Meira að segja utanríkisráðherra Tyrklands fer að tísta um mig.“

Sjá einnig: Örskýring: Hvers vegna eru Tyrkir brjálaðir út af uppþvottabursta?

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram