Auglýsing

Nýtt myndband frá „spænskri dóttur“ Bjarkar og M.I.A.—Rosalía: „De Aquí No Sales“

Fréttir

Spænska söngkonan Rosalía hefur getið sér gott orð á sviði tónlistar síðastliðin misseri.

Rosalía—sem heitir réttu nafni Rosalía Vila Tobella og er fædd 25. september 1993 í Katalóníu—gaf út lagið MALAMENTE (Cap. 1: Augurio) í fyrra. Lagið var í þriðja sæti Pitchfork yfir bestu lög ársins 2018 og er að finna á plötunni El Mal Querer sem fékk jafnframt fína dóma (platan byggist lauslega á ljóðinu Flamenca frá 13. öldinni). 

Í gær (22. janúar) gaf söngkonan út myndband við lagið DE AQUÍ NO SALES (Cap. 4: Disputa). Myndbandinu leikstýrði Diana Kunst og Mau Morgó (sjá hér að ofan). Lagið, sem og myndbandið, þykir einstaklega frumlegt og kemur það kannski ekki á óvart að söngkonunni sé líkt saman við eldri goðsagnir í tonlistinni. Líkt og einn hlustandi kemst að orði í athugasemdakerfi Youtube—„það er líkt og að Björk og M.I.A. hafi eignast spænska dóttur.“

Hér fyrir neðan er svo myndband við lagið MALAMENTE (Cap.1: Augurio) sem var valið myndband ársins 2018 af Pitchfork. 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing