Amber Heard sakar Johnny Depp um ofbeldi, sagður hafa lamið hana með iPhone

Leikkonan Amber Heard sakar leikarann Johnny Depp um heimilisofbeldi. Hún hefur óskað eftir að fá nálgunarbann á Depp. Þetta kemur fram á fréttavefnum TMZ. Amber Heard sótti í vikunni um skilnað frá Johnny Depp.

TMZ greinir frá því að Heard hafi farið fram á nálgunarbann í dag og lagt fram mynd sem sýnir hana með áverka á andliti. Hún segir Depp hafa ítrekað beitt sig ofbeldi. Á vef tímaritsins People er vitnað í heimildarmann sem segir að atvikið á laugardag hafi ekki verið einangrað tilvik.

Myndin hér fyrir ofan er tekin á laugardag, samkvæmt Heard sem segir að Depp hafi lamið hana í andlitið með iPhone. Hún segir Depp hafa gengið berserksgang í íbúðinni og að hún hafi verið með vinkonu sína í símanum allan tímann. Vinkonan hringdi á neyðarlínuna samkvæmt TMZ en þegar lögreglan mætti á staðinn var Depp horfinn á braut.

Samkvæmt TMZ þurfti Heard að tilkynna ofbeldið formlega svo hægt væri að handtaka Depp. Hún gerði það ekki en lögreglan hvatti hana til að hafa samband ef hún vildi kæra.

TMZ greinir frá því að Heard eigi myndband af ofbeldinu en að hún hafi ekki enn lagt fram kæru, aðeins farið fram á nálgunarbann.

Auglýsing

læk

Instagram