Auglýsing

Sigraði í Tiny Desk keppninni þrátt fyrir að eiga ekki gítar—Quinn Christopherson: „Erase Me“

Fréttir

Þann 14. apríl síðastliðinn lauk Tiny Desk Contest keppninni. Um er að ræða árlega keppni á vegum bandarísku útvarpsstöðvarinnar NPR þar sem tónlistarfólk víðs vegar um heiminn er hvatt til þess að senda inn frumsamið efni í myndbandsformi—og þá í stíl Tiny Desk (sumsé, eins og tónlistarfólkið sé að troða upp á pínulítilli skrifstofu). Sigurvegarar keppninnar koma fram á Tiny Desk tónleikum í höfuðstöðvum NPR í Washington ríki í Bandaríkjunum og er þeim jafnframt boðið í tónleikferðalag með NPR Music. 

Sigurvegararnir í ár eru þeir Quinn Christopherson og Nick Carpenter sem eru frá borginni Anchorage í Alaska ríki. Í gær (3. júní) birti NPR tónleika Christopherson og Carpenter þar sem þeir flytja lögin You Told Me, Glenn og Erase Me (sjá hér að ofan). 

Stuttu eftir að Christopherson flutti fyrsta lag tónleikanna (You Told Me) ávarpaði hann útvarpsmanninn Bob Boilen og bar fram játningu: 

„Ég veit ekki hvort að þú vitir þetta, Bob, en þegar þú hringdir í mig og tilkynntir mér að ég hefði unnið—lagði ég símtólið frá mér og hugsaði: ,Ansans, ég ætti kannski að fjárfesta í gítar’ … en svona er tónlistarsenan í Anchorage. Maður fær bara lánað til langframa.“

– Quinn Christopherson

Hér fyrir neðan má svo sjá sigurframlag Christopherson til keppninnar. Eins og fram kemur í textanum sem fylgir myndbandinu á Youtube er Christopherson transmaður sem er óhræddur við að standa berskjaldaður fyrir framan áheyrendur; magnaður flutningur hér á ferð.  

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing