„SOS“—tæpt ár liðið frá andláti Tim

Fréttir

Tæpt ár er liðið frá því að sænski tónlistarmaðurinn Avicii, sem hét réttu nafni Tim Bergling, lést—og þá langt fyrir aldur fram aðeins 28 ára gamall. Áður en hann andaðist vann Avicii að gerð nýrrar plötu en nýverið greindu fjölmiðlar frá því að platan, sem nefnist Tim, yrði gefin út næstkomandi 6. júní. 

Nánar: https://www.rollingstone.com/music/music-news/avicii-posthumous-new-song-sos-aloe-blacc-820466/

Í gær (10. apríl) kom fyrsta lagið af væntanlegri plötu út. Lagið ber titilinn SOS og fer bandaríski söngvarinn Aloe Blacc með texta lagsins (sjá hér að ofan). Áður höfðu Avicii og Blacc gefið út lagið Wake Me Up, sem naut jafnframt mikilla vinsælda. 

Í tilkynningu sem fylgdi útgáfu lagsins hafði Aloe Blacc þetta að segja um lagið:

„Lagið SOS var, að mér finnst, á undan sinni samtíð þegar Avicii samdi það. Textinn fjallar augljóslega um þau persónulegu vandamál sem Tim glímdi við og finnst mér viðfangsefnið mjög aðkallandi—sérstaklega í ljósi þess hversu greiðan aðgang Tim hefur að eyrum og hjörtum hlustenda. Hann ljáir hlustendum rödd til þess að segja Ég þarf hjálp.“

– Aloe Blacc

Í viðtali við New York Times er haft eftir samstarfsfólki Avicii að lögin sem verða að finna á plötunni Tim voru flest öll nánast fullkláruð þegar tónlistarmaðurinn lést í apríl í fyrra. 

Auglýsing

læk

Instagram