Argentína hættir við knattspyrnuleik í Ísrael eftir mótmæli

Auglýsing

Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur aflýst vináttulandsleik sem átti að fara fram gegn Ísrael í vikunni. Leikmenn og þjálfarar liðsins vildu ekki spila leikinn.

Argentínskir fjölmiðlar greindu frá þessu í gærkvöldi en ástæðan er pólitísk. Leikurinn átti að fara fram í úthverfi Jerúsalem þar sem áður stóð palestínskt þorp sem var lagt í eyði árið 1948 þegar hátt í milljón Palestínumenn voru hraktir frá heimilum sínum til að byggja upp Ísraelsríki.

Sjá einnig: Páll Óskar vill að Íslendingar sniðgangi Eurovision í Ísrael: „Þessu afneitunar-gleðipartíi tökum við ekki þátt í“

Sam­tök ar­ab­a­ríkja höfðu hvatt Arg­entínu til þess að hætta við leik­inn en ótt­ast var um bæði ör­yggi leik­manna og stuðnings­manna liðsins vegna hugs­an­legra hryðju­verka­árása. Marg­ir höfðu mót­mælt því að leik­ur­inn ætti að fara fram vegna stríðsástands í Ísra­el í dag vegna deil­unn­ar við Palestínu­menn.

Auglýsing

Argentínumenn munu reyna að finna annan mótherja til þess að spila við áður en þeir mæta Íslendingum á HM en það er þó talið ólíklegt að það náist.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram