Argento neitar ásökunum unga leikarans: Segir að Bourdain hafi ráðlagt henni að borga honum

Ítalska leikkonan Asia Argento ,sem var ein af þeim sem steig fram í #MeToo-hreyfingunni á sínum tíma, hefur þvertekið fyrir það að hafa átt í kynferðislegu sambandi við ungan mann eftir ásakanir hans.

Leikarinn Jimmy Bennett sakaði hana um að hafa brotið kynferðislega gegn honum þegar hann var sautján ára. Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni í Los Angeles.

Argento hefur viðurkennt að hafa greitt Bennett um 380 þúsund Bandaríkjadali fyrir þögn hans. Hún segir að hann hafi beðið hana um peninginn eftir að hún steig fram og sakaði Harvey Weinstein um að hafa nauðgað sér.

Upphafleg var greint frá málinu í New York Times en þar kemur fram að Bennett hafi sakað Argento um að hafa beitt hann kynferðisofbeldi á hótelherbergi árið 2013, þá var hann 17 ára og hún 37 ára.

Argento sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem hún segir að hún hafi aldrei átt í kynferðislegu sambandi með Bennett. Þau hafi verið vinir þar til að hann krafði hana um peninga eftir að hún steig fram vegna Weinstein.

Argento og Bennett kynntust við tökur á myndinni The Heart Is Deceitful Above All Things þar sem Argento lék móðir Bennett. Argento var kærasta sjónvarpskokksins Anthony Bourdain sem lést fyrr í sumar. Hún segir að hann hafi ráðlagt henni að borga Bennett peninginn.

 

Auglýsing

læk

Instagram