Áskrifendur Spotify krefjast endurgreiðslu vegna Drake

[the_ad_group id="3076"]

Áskrifendur streymisveitunnar Spotify voru allt annað en ánægðir um helgina þegar búið var að lauma lögum tónlistarmannsins Drake inn á nánast alla lagalista á streymisveitunni. Margir urðu ævareiðir og kröfðu Spotify um endurgreiðslu.

Tónlistarunnendur urðu ef til vill varir við það þegar Drake gaf út nýja plötu, Scorpion, síðastliðinn föstudag. Hún sló fjölmörg streymismet og hlustunarmet fyrsta sólarhringinn enda tónlistarmaðurinn gríðarlega vinsæll og plötunni beðið með eftirvæntingu.

Spotify ákvað því að auglýsa plötuna og tónlistarmanninn um helgina í markaðsherferð til heiðurs rapparanum og árangnum sem nýja platan hefur nú þegar náð. Andlit Drakes prýddi því flesta lagalista streymisveitunnar jafnvel þó tónlist hans væri ekki á þeim og tónlist hans var auglýst hjá áskrifendum sem höfðu áhuga engan áhuga á tónlist hans.

[the_ad_group id="3077"]

Markaðsherferðin reitti marga notendur til reiði enda borga þeir fyrir áskrift að streymisveitunni til að sleppa við kynningarefni og auglýsingar. Spotify hefur einnig hingað til sniðið tónlist að áhugasviði notendenda og því þykir þetta skjóta skökku við

Einhverjir notendur kröfuðst endurgjalds á áskriftinni og töldu þetta brot á skilmálum streymisveitunnar en samkvæmt Billboard hafa ekki margar formlegar kvartanir borist Spotify.

Lítið annað en Drake var að finna á Spotify um helgina

Herferðin þykir minna um margt á misheppnaða herferð Apple Music árið 2014 þegar nýjustu plötu hljómsveitarinnar U2 var sjálfkrafa hlaðið upp í iTunes aðganga notenda án þeirra samþykkis. Apple og U2 neyddust til að biðjast afsökunar eftir mikil mótmæli notenda iTunes.

Auglýsing

læk

Instagram