today-is-a-good-day

Sjáðu KALEO flytja lagið Backbone í íshelli við Breiðarmerkurjökul

KALEO, sem nú eru á tónleikaferðalaginu Fight Or Flight Tour í Bandaríkjunum, sendu í gær frá sér mynband þar sem sjá má hljómsveitina flytja lagið Backbone í íshelli við Breiðarmerkujökul. Lagið sem kom út á plötunni Surface Sounds á síðasta ári en um svipað leiti var þetta myndband tekið upp í 15 stiga frosti.

 Jökull Júlíusson forsprakki KALEO sagði:

„Þetta var mjög krefjandi verkefni eins og þau eru oftast en það er líka það skemmtilega við þetta. Við höfðum ekki spilað í svona miklum kulda áður og það tók nokkra klukkutíma að fá blóð í fingurna. Við vorum einnig að keppa við dagsljós á þessum tíma árs og þurftum við að fara með allar græjurnar deginum áður á sleðum yfir ísinn inn í hellinn. Við viljum nýta tækifærið og þakka öllu teyminu sem kom að verkefninu og hjálpuðu okkur að gera þetta að veruleika.„

Auglýsing

læk

Instagram