Baltasar Kormákur sagður leikstýra næstu kvikmynd Hugh Jackman

Baltasar Kormákur er sagður eiga að leikstýra næstu kvikmynd ástralska stórleikarans Hugh Jackman. Myndin nefnist The Good Spy og er byggð á sannri sögu Kai Bird um líf leyniþjónustumannsins Robert Aimes. Greint er frá þessu á vef Deadline.

Í umsögn um bókina er Aimes sagður hafa unnið að því að mynda góð vinasambönd við aðila í Miðausturlöndunum áður en hann lést ásamt 62 öðrum í sprengjuárás fyrir utan bandaríska sendiráðið í Beirút árið 1983. 

Hugh Jackman og Baltasar eru á mála hjá sömu umboðsskrifstofu í Beverly Hills en hún heitir WMA. Það er nóg um að vera hjá Baltasar um þessar mundir en nýjasta kvikmynd hans, Adrift, verður frumsýnd vestanhafs á morgun.

Auglýsing

læk

Instagram