Fyrsti dómur um The Ottoman Lieutenant: „Hera Hilmars er dásamleg.“

Fréttir

Fyrsti dómur um kvikmyndina The Ottoman Lieutenant, sem skartar hinni íslensku Heru Hilmarsdóttur, var birtur á vefsíðunni Shockya.com síðastliðinn 24. febrúar. Myndin, sem verður frumsýnd næstkomandi 10. mars í völdum kvikmyndahúsum, fær fína dóma frá gagnrýnandanum Harvey Karten.

Leikstjóri myndarinnar er Joseph Ruben en í greininni segir: „Í kvikmyndinni Sleeping with the Enemy, sem Ruben leikstýrði árið 1991, beindi hann athygli sinni að konu sem sviðsetur eigin dauða til þess að forðast eiginmann sinn, en er bjartsýnni í þetta skiptið. Í brennideplinum er Lillie (Hera Hilmars), sem fær leið á þægilegu lífi sínu í Bandaríkjunum …“

Karten, líkt og Ruben, einblínir einnig á Heru í gagnrýni sinni:

„Og mikið rosalega er hún dásamleg, hin íslenska Hera Hilmars í hlutverki sínu sem Lillie … við minnsta tillit bráðna menn. Og er það ekki skiljanlegt?“

– Harvey Karten

Lítið er fjallað um Josh Hartnett eða Ben Kingsley, meðleikara Heru í kvikmyndinni, í dómi Karten, sem endar með eftirfarandi orðum:

„Þetta er mynd fyrir stóra skjáinn, mynd sem gæti orðið til þess að áhorfendur fylgist vel með Heru Hilmars í framtíðinni …“

– Harvey Karten

Nánar: https://www.shockya.com/news/20…

Auglýsing

læk

Instagram