Bandaríkin eru heimsmeistarar í fótbolta: „Stolt­ar af því að vera hluti af því að gera kvenna­bolt­ann enn stærri“

Auglýsing

Bandaríska landsliðið í fótbolta tryggði sér í gær heimsmeistaratitilinn í fótbolta eftir 2-0 sigur á Hollandi. Megan Rapinoe og Rose Lavelle skoruðu mörk Bandaríkjanna í leiknum.

Áhorf á heimsmeistaramót kvenna í fótbolta hefur aldrei verið meira og er ljóst að áhuginn á kvennafótbolta fer hækkandi. Bandaríska liðið vakti mikla athygli á mótinu en treyja liðsins sló meðal annars sölumet Nike.com.

Liðið stóð að lokum uppi sem verðskuldaður sigurvegari. Megan Rapinoe, fyrirliði Bandaríkjanna, skoraði fyrra mark úrslitaleiksins. Það var hennar sjötta mark á mótinu og hún endaði sem markahæsti leikmaður mótsins, þá var hún einnig valinn besti leikmaður mótsins.

Hún sagði eftir leikinn að þær væru stoltar af því að vera hluti af því að gera kvennafótbolta enn stærri á heimsvísu. „„Við erum að fara að halda besta partý í heimi,“ bætti hún svo við.

Auglýsing

Bandaríska liðið hefur nú unnið síðustu tólf leiki sína á heimsmeistaramóti. Þetta var annar heimsmeistaratitill liðsins í röð og sá fjórði í heildina. Með sigrinum í gær sló liðið met sem var í eigu karlaliðs Brasilíu, sem vann ellefu leiki í röð, á heimsmeistaramótunum 2002 og 2006.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram