Auglýsing

Reykjavíkurdætur og Ragga Holm í umfjöllun Euronews um kynjajafnrétti á Íslandi

Fréttir

Fréttamiðillinn Euronews var stofnaður árið 1993 og er með höfuðstöðvar í Lyon í Frakklandi. Höfuðmarkmið miðilsins er að fjalla um alþjóðleg málefni frá evrópsku sjónarmiði og þá á mörgum mismunandi tungumálum.

Síðastliðinn 23. febrúar birti miðillinn grein á vefsíðu sinni undir yfirskriftinni Uppskrift Íslands að jafnrétti kynjanna en líkt og titillinn gefur til kynna er rætt við ýmist áhrifafólk í íslensku samfélagi um kynjajafnrétti (sjá hér að ofan), þar á meðal Margréti Pálu Ólafsdóttur (höfund Hjallastefnunnar), grínistann Hjálmar Örn Jóhannsson (sem leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Fullir vasar) og Þórarin Ævarsson (framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi).

Nánar: https://www.euronews.com/2018/0…

Í lok myndbandsins er einnig rætt við meðlimi hljómsveitarinnar Reykjavíkurdætur (ca. 14:05) þar sem Steinunn Jónsdóttir (sem einnig tilheyrir hljómsveitinni Amaba Dama) lýsir tilurð Reykjavíkurdætra á eftirfarandi veg:

„Sjálfar bjuggum við einfaldlega til rými innan tónlistarstefnu sem hefði annars gefið okkur lítið pláss.“

– Steinunn Jónsdóttir

Hér fyrir neðan má svo sjá viðtal SKE við leikkonuna og rapparann Þúríði Blævi ásamt flutning Reykjavíkurdætra á laginu Reppa heiminn í útvarpsþættinum Kronik.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing