Bandaríkjamenn höfðu meiri áhuga á heimsmeistaramóti kvenna en karla

Auglýsing

Það hefur líklega farið fram hjá fáum að síðastliðinn sunnudag vann Bandaríska landsliðið 2-0 sigur á liði Hollendinga í úrslitaleik heimsmeistarakeppni kvenna í fótbolta. Í Bandaríkjunum var leikurinn var sýndur á sjónvarpsstöðinni Fox en tölur sýna að 14,3 milljónir fylgdust með leiknum á þeirra rásum.

Sjá einnig:Bandaríkin eru heimsmeistarar í fótbolta: „Stolt­ar af því að vera hluti af því að gera kvenna­bolt­ann enn stærri“

Þetta er 22 prósenta aukning sé miðað við úrslitaleikinn á heimsmeistaramóti karla frá því í fyrra, en þá fylgdust 12,5 milljónir Bandaríkjamanna með útsendingunni.

Samkvæmt Hollywood Reporter fylgdust þar að auki 1,6 milljón með spænskri lýsingu leiks kvennaliðsins á stöðinni Telemundo og því tæpar 16 milljónir sem fylgdust með leiknum í Bandaríkjunum.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram