Benedict Cumberbatch bjargaði manni skammt frá heimili Sherlock Holmes

Auglýsing

Enski leikarinn Benedict Cumberbatch sem er þekktur fyrir túlkun sína á einkaspæjaranum Sherlock Holmes bjargaði hjólreiðamanni frá fjórum einstaklingum sem höfðu ráðist á hann og barið hann með flösku í höfuðið. Atvikið átti sér stað skammt frá 221B Bakers Street í London en það er einmitt heimili Sherlock Holmes.

Cumberbatch stökk úr Uber bifreið sinni þegar hann sá hvað var að eiga sér stað og hrakti ofbeldismennina á flótta. Sjónarvottar segja Cumberbatch hafa yfirbugað mennina að miklu leyti einn síns liðs og Uber bílstjóri hans, Manuel Dias, sem aðstoðaði Cumberbatch, tekur í sama streng í samtali við breska blaðið The Sun.

„Þeir reyndu að berja hann en hann náði að verja sig og ýtti þeim í burtu. Hann slasaðist ekki, ég held þeir hafi einnig kannast við hann og hlaupið í burtu. Benedict var hugrakkur. Ef að hann hefði ekki komið til bjargar þá hefði hjólreiðarmaðurinn geta slasað sig alvarlega.”

Cumberbatch var hógvær þegar hann var spurður út í atvikið: „Ég þurfti að gera eitthvað.“

Auglýsing

Dias segist ekki hafa áttað sig á því hver Cumberbatch væri fyrr en þeir voru komnir út úr bílnum. Hann segir að þá hafi þetta allt orðið svolítið súrrealískt. „Þarna var sjálfur Sherlock Holmes að berjast við fjóra þrjóta skammt frá Baker street.”

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram