Boðið upp á ljúffenga bragga á borgarstjórnarfundi: „Óhætt er að segja að hann hafi farið vel í mannskapinn“

Fulltrúar frá Kristjánsbakaríi á Akureyri mættu á hitafund í borgarstjórn Reykjavíkur í morgun og buðu upp á ljúffenga bragga. Forsvarsmenn bakarísins afhentu Þórdísi Lóu, starfandi borgarstjóra, tilbúinn bragga og buðust itl að vera innan handar ef stæði til að gera upp annan bragga í borginni.

Sjá einnig: Kristjánsbakarí selur Bragga með innfluttum stráum frá Svíþjóð: „Eins og með alla Bragga var engu til sparað“

Það vakti mikla lukku á dögunum þegar Kristjánsbakarí auglýsti uppgerða bragga til sölu. Bakaríið sagði ekkert hafa verið sparað við gerð braggans og vandað til verka við hvert handtak.

Töluvert hefur verið fjallað um framkvæmdir Reykjavíkurborgar á bragga í Nauthólsvík í fjölmiðlum en kostnaður við þær fór úr áætluðum 155 milljónum króna í 415 milljónir.

Auglýsing

læk

Instagram