Auglýsing

„Hlusta mikið á íslenskt rapp.“ – SKE hitar upp fyrir Sónar með Svölu Björgvins

Fréttir

Á morgun (16. mars) hefst tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík í Hörpunni. Hatíðin skartar nokkrum vel völdum erlendum hljómlistarmönnum, þar á meðal Danny Brown, TOKiMONSTA, Underworld og Nadia Rose, ásamt fjöldan allan af íslenskum listamönnum. 

Nánar: https://sonarreykjavik.com/en/…

Meðal þeirra sem stíga á svið er tvíeykið Blissful, sem samanstendur af Svölu Björgvinsdóttur og Einar Egilssyni, og er þetta í fyrsta skiptið sem hljómsveitin kemur fram opinberlega. Í tilefni þess kíkti SKE við í Stúdíó Sýrland og beindi nokkrum viðeigandi spurningum að Svölu Björgvinsdóttur (sjá hér að ofan).

Líkt og fram kemur í viðtalinu er söngkonan mjög spennt fyrir hátíðinni og segist hlusta mikið á íslenskt rapp þessa dagana.

„Ég er að hlusta svolítið mikið á íslenskt rapp: Hnetusmjör, Lexi, Aron Can, Birni og Flona. Svo er ég að hlusta mikið á klassíska tónlist og kvikmyndatónlist: Jóhann Jóhannsson. Ég er að hlusta mikið á hann þessa dagana.“

– Svala Björgvinsdóttir

SKE hvetur lesendur til þess að versla sér miða á Sónar Reykjavík og hlýða á Blissful í eigin persónu. 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing