Brandarinn úr Skaupinu sem enginn skildi byggður á atviki sem Jón Gnarr lenti í

Jón Gnarr, einn af höfundum Áramótaskaupsins, var gestur í útvarpsþættinum FM95BLÖ síðasta föstudag. Þar ræddi hann  Áramótaskaupið og útskýrði meðal annars einn skrítnasta brandara Skaupsins í ár þar sem gömul hjón spyrja til vegar.

Jón segist sjálfur hafa lent í þessu á gangi með hundinn sinn. Þá komu hjón keyrandi að honum, hægðu á sér og skrúfuðu niður rúðuna og spurðu: „Kunnugur staðháttum?“

„Þetta er bara saga úr raunveruleikanum,“ sagði Jón Gnarr en sagan sló í gegn á handritsfundi og var ákveðið að gera hana að atriði fyrir Skaupið.

Hægt er að horfa á Áramótaskaupið hér en atriðið sem Jón ræðir um hefst eftir rúmar 35 mínútur.

Auglýsing

læk

Instagram