Breytingar á umferðalögum: leyfilegt magn áfengis í blóði lækkað og hámarkssekt fyrir umferðalagabrot hækkuð

Auglýsing

Margar breytingar eru væntanlegar á umferðarlögunum verði nýtt frumvarp þess efnis samþykkt. Heildarendurskoðun umferðalaga hefur staðið yfir á þessu ári. Meðal breytinga eru leyfilegt hámarksmagn vínanda í blóði ökumanna sem mun lækka úr 0,5 prómillum í 0,2 prómill og bannað verður að afhenda eða selja ökumanni eldsneyti sé hann undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þetta kemur fram í frétt Mbl.

Ákvæði nýju umferðalaganna miða að því að herða reglur og tryggja skýrari ákvæði.

Ýmis gjöld munu hækka svo sem hámarkssekt fyrir umferðalagabrot, sem fer úr 300 þúsund upp í 500 þúsund krónur, og hækkun á gjaldi fyrir einkabílnúmer sem fer úr 25 þúsund í 50 þúsund krónur.

Einnig verður heimilt að láta eiganda ökutækis sæta refsiábyrgð ef mynd af ökutæki hans næst í hraðamyndavél jafnvel þó svo að ekki sé hægt að sýna fram á að eigandi þess hafi verið undir stýri.

Auglýsing

Frumvarpið lögfestir einnig margar reglur svo sem hjálmskyldu hjá hjólreiðamönnum yngri en 15 ára.

Ný umhverfisákvæði eru einnig í frumvarpinu þar sem meðal annars er bann við því að óhreinka veg og náttúru með því að fleygja út úr ökutæki eða skilja eftir rusl á eða við vegi. Stjórnvöldum verður einnig heimilt að takmarka umferð þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk.

Frumvarpið er nú komið á samráðsgátt stjórnvalda og hægt verður að senda inn umsagnir um frumvarpið til 10. ágúst næstkomandi.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram