Justin Bieber og Gucci Mane gefa út lag saman: „Love Thru the Computer“

Fréttir

Í gær (30. maí) gaf bandaríski rapparinn Gucci Mane út lagið Love Thru the Computer í samstarfi við samlanda sinn Justin Bieber (sjá hér að ofan). 

Lagið byggir á sampli frá laginu Computer Love sem hljómsveitin Zapp gaf út árið 1985 (sjá neðst). Fjölmargir listamenn hafa samplað lagið í gegnum tíðina, þar á meðal Tupac Shakur í laginu sígilda I Get Around.

Ef eitthvað er að marka athugasemdakerfi Youtube virðist lagið Love Thru the Computer fá fínustu viðtökur frá aðdáendum Gucci Mane og Justin Bieber. Ekki liggur fyrir hvort að lagið komi til með að rata á plötu. Síðast gaf Gucci Mane út plötuna Evil Genius árið 2018. Justin Bieber gaf út plötuna Purpose árið 2015.

Nánar: https://www.rollingstone.com/music/music-news/gucci-mane-justin-bieber-new-song-love-thru-the-computer-842554/

Auglýsing

læk

Instagram