Breyttu endurfundum í styrktarkvöld fyrir 18 mánaða dreng sem berst við hvítblæði

Árgangur ’81 úr Foldaskóla í Grafarvogi hafði ráðgert að hittast í sumar og fagna tuttugu ára útskriftarafmæli úr skólanum. Það var hinsvegar ákveðið að breyta kvöldinu í styrktarkvöld fyrir hinn átján mánaða Darra Magnússon sem berst nú við bráðahvítblæði. Það var vísir.is sem greindi frá þessu í gærkvöldi.

Kvöldið fer fram á Gullöldinni í Grafarvogi, föstudaginn n.k og þar sem allir eru velkomnir. Valgarður Finnbogason, einn skippuleggjenda styrktarkvölds segir í samtali við Vísi að umfang kvöldsins hafi undið upp á sig og margir glæsilegir vinningar hafi safnast. „Þetta er búið að breytast mjög á stuttum tíma, úr því að vera lítið og nett yfir í að vera mun stærra,“ segir Valgarður.  

Það er mjög gaman en við erum komin með tugi vinninga upp á nokkuð hundruð þúsundir króna.

Gylfi Sigurðsson, leikmaður Swansea, styrkti málefnið með því að gefa tvær áritaðar Swansea-treyjur. Önnur þeirra verður boðin upp á Facebook en hin verður meðal vinninga í happadrætti á styrktarkvöldinu. Uppboðið hófst í gærkvöldi og fer vel af stað en hægt er að taka þátt hér.

Fyrir þau sem vilja styðja við Darra og fjölskyldu hans, en eiga ekki heimangegnt á föstudag, er rétt að minna á styrktarreikning: 0536-26-8389, kt. 130384-8389.

Auglýsing

læk

Instagram