„Barkley þarf bjúgverpil til að setja á sig beltið.“—NBA-leikmenn lesa illkvitin tíst

Fréttir

Mean Tweets (eða illkvittin tíst) er fastur liður í bandaríska spjallþættinum Jimmy Kimmel Live.

Í liðnum lesa nafntogaðir einstaklingar upp ódrengileg tíst sem notendur Twitter hafa látið falla í þeirra garð. Á meðal gesta Mean Tweets síðastliðin misseri eru fyrrum forseti Bandaríkjanna, Barack Obama; leikkonan Halle Berry; og leikarinn George Clooney, og svona mætti lengi áfram telja.

Í síðustu útfærslu Mean Tweets fékk Jimmy Kimmel fræga NBA-leikmenn (ásamt eiganda L.A. Clippers, Steve Ballmer) til þess að lesa upp rætin tíst um sjálfa sig—en myndbandið nýtur mikilla vinsælda á Youtube um þessar mundir (sjá hér að ofan).

Meðal þeirra sem lesa upp eru Kevin Durant, Dirk Nowitzki og Charles Barkley en hinn síðastnefndi er sagður svo feitur að hann þurfi bjúgverpil (búmerang) til að binda á sig beltið. 

Auglýsing

læk

Instagram