Bubbi Morthens stendur við ummæli sín: „Steinar Berg græddi á mér og græddi vel á mér“

Auglýsing

Bubbi Morthens sakar Steinar Berg, fyrrverandi útgefanda sinn, um að nýta sér bágt ástand sitt í upphafi ferils síns. Þetta kemur fram á Vísi.

Eins og Nútíminn greindi frá í gær hyggst Steinar Berg stefna Bubba Morthens og RÚV fyrir ærumeiðandi ummæli og birtingu þeirra. Bubbi sakaði Steinar um níðingsskap og blekkingar í þættinum Popp- og rokksaga Íslands sem var sýndur á RÚV 13. mars síðastliðinn.

Sjá einnig: Kærir Bubba Morthens fyrir ærumeiðandi ummæli og RÚV fyrir birtingu þeirra

„Útgefandinn. Hann mokgræddi á okkur, það er bara þannig. Við höfðum ekki tíkall upp úr þessu, skítapening,“ sagði Bubbi í þættinum. Steinar vísar ásökunum Bubba á bug og hefur opnað vef þar sem hann fer yfir feril sinn sem útgefandi og samskiptin við Bubba.

Auglýsing

Bubbi segist standa við ummæli sín í samtali við Vísi. „Eitt er alveg á hreinu, Steinar Berg græddi á mér og græddi vel á mér,“ segir hann.

Í upphafi ferilsins var ég dópaður frá morgni til kvölds. Ég var aldrei með lögfræðinga mér við hlið. Hann nýtti sér bágt ástand mitt, hann var með lögfræðinga og fagfólk sín megin en ég var bara einn hinum megin við borðið og hann bara nýtti sér það.

Steinar Berg segist á vef sínum þekkja Bubba Morthens sem sjálfmiðaðan og hvatvísan tækifærissinna. „Eftir að ég hætti í útgáfustarfsemi, hafa leiðir okkar nokkrum sinnum legið saman,“ segir hann.

„Ég fór t.d. fyrir nokkrum árum á tónleika hans í Saurbæjarkirkju í Hvalfirði, þar sem hann fagnaði mér með stóru brosi og innilegu faðmlagi og hvatti mig til að kíkja til sín í Kjósina. Þetta ítrekaði hann svo í nokkur skipti þegar við hittumst síðar. Og nú kemur opinber og tilefnislaus árás í sjónvarpsþætti! Er athyglissýkin komin á það stig að hún réttlæti svona ósannindi og níð í minn garð?“

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram