Auglýsing

Katalónskar mæðgur heilla tónlistarunnendur—Rita Payés og Elisabeth Roma: „A Rita“

Fréttir

Söngkonan og básúnuleikarinn Rita Payés Roma er fædd árið 1999 í Vilassar De Mar í Katalóníu. Þrátt fyrir ungan aldur hefur tónlistarkonan getið sér gott orð á sviði tónlistar og troðið upp með fjölmörgum djasshljómsveitum í gegnum tíðina, þar á meðal EMM Badalona, stórsveit Órrius og Sant Andreu djassbandinu sem hinn spænski Joan Chamorro stýrir. 

Í lok apríl birti Rita Payés ofangreint myndband á Youtube-rás sinni þar sem hún flytur lagið A Rita ásamt móður sinni, gítarleikaranum Elisabeth Roma. Lagið verður að finna á væntanlegri plötu mæðgnanna sem kemur út í ár. Myndbandið hefur verið skoðað ca. 150.000 sinnum á Youtube og ef eitthvað er að marka athugasemdakerfi Youtube virðast flestir áheyrendur einfaldlega agndofa yfir flutningi mæðgnanna.

Nánar: https://www.pizzaexpresslive.com/whats-on/rita-payes-elisabeth-roma-imagina

Hér fyrir neðan er svo lagið Stars Fell on Alabama sem Rita Payés syngur ásamt Sant Andreu djassbandinu. 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing