Danskur safnari sendi Guðna Th. Andrés Andarblað sem kom út degi fyrir fæðingardag hans

Danskur safnari sendi Guðna Th. Jóahannessyni, forseta Íslands, á dögunum Andrés Andarblað sem kom út degi fyrir fæðingardag Guðna. Guðni er ánægður með gjöfina og birtir mynd af sér með blaðið í hönd á Facebook-síðu sinni.

„Í morgun barst mér góð gjöf. Í ræðu í boði Margrétar Danadrottningar í síðustu viku nefndi ég að í æsku hefði ég lesið Andrés Önd á dönsku en nú væri slíkt liðin tíð á Íslandi,“ segir Guðni í færslunni á Facebook.

Dani nokkur sem á þau blöð frá upphafi tók sig til og sendi mér Andrés Andarblað frá 25. júní 1968, degi fyrir fæðingardag minn. Gaman að þessari gjafmildi og hlýhug!

Guðni segist hlakka til að lesa og halda til haga í lesátakinu „Allir lesa“. „Hvet aftur alla til að taka þátt í því,“ segir hann og bendir fólki á átaksins.

Auglýsing

læk

Instagram