Demi Lovato komin til meðvitundar eftir ofskömmtun lyfja

Auglýsing

Söngkonan Demi Lovato er komin til meðvitundar eftir að hafa verið lögð inn á sjúkrahús í gær vegna gruns um að hafa tekið of stóran skammt lyfja.

Lögreglan í Los Angeles var kölluð að heimili söngkonunnar í Hollywood Hills í gær þar sem hún fannst meðvitundarlaus. Fjölmiðlar vestanhafs fullyrða að henni hafi verið gefið lyfið Naloxone sem dregur úr áhrifum ópíóðalyfja og er oft notað til meðferðar við ofskömmtun lyfja. Hún var síðan flutt á Cedars-Sinai sjúkrahúsið og er nú komin til meðvitundar.

Lovato hefur lengi barist við fíkn og áfengissýki og fór fyrst í meðferð árið 2010. Hún fagnaði því að hafa verið edrú í sex ár í mars síðastliðnum en greindi síðan frá því að hún hafi fallið í laginu Sober sem kom út í síðasta mánuði.

Í textanum segir meðal annars „Mamma mér þykir leitt að ég sé ekki edrú lengur og pabbi fyrirgefðu mér fyrir alla drykkina sem ég hellti á gólfið.“

Auglýsing

Vinir söngkonunnar hafa sent henni kveðjur á samfélagsmiðlum og myllumerkið PrayForDemi fór á flug á Twitter eftir að fréttirnar bárust.

Ariana Grande var með þeim fyrstu til að senda Lovato skilaboð

Söngkonan Khelani hitaði upp fyrir Lovato á tónleikaferð hennar nýlega

Ellen DeGeneres sagði Lovato vera ljós í heiminum og að hjarta hennar sé brostið yfir því að söngkonan gangi í gegnum þetta

Kántrísöngvarinn Brad Paisley vann með söngkonunni fyrir nokkrum árum

Lovato átti í stuttu sambandi við söngvarann Joe Jonas og lék með honum og bræðrum hans í Camp Rock-myndunum

Sjónvarpssálfræðingurinn Dr. Phil tók viðtal við Lovato vegna baráttu hennar við fíknina fyrr á þessu ári en hann sendi henni góða strauma

Grínistinn Margaret Cho ráðlagði söngkonunni að taka sér hlé frá Hollywood

 

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram