Auglýsing

„Alligator“—„Fyrsta lagið af mörgum væntanlegum“

Fréttir

Í dag (3. maí) rataði lagið Alligator eftir íslensku hljómsveitina Of Monsters and Men á Spotify (sjá hér að neðan). 

Samkvæmt vefsíðunni iheart samdi OMAM lagið í samstarfi við Rich Costey, sem hefur einnig unnið með hljómsveitum á borð við Muse, Vampire Weekend og Chvrches. 

Nánar: https://www.iheart.com/content/2019-05-02-of-monsters-and-men-return-with-new-song-alligator/

Samkvæmt tilkynningu frá sveitinni, í aðdraganda útgáfunnar, er Alligator „fyrsta lagið af mörgum væntanlegum.“

Eru þetta væntanlega gleðifréttir fyrir aðdáendur OMAM þar sem hljómsveitin hefur ekki gefið út nýtt efni í tæp fjögur ár; síðast gaf sveitin út plötuna Beneath the Skin árið 2015. 

Þess má einnig geta að myndband við lagið rataði inn á Youtube í gær. Lagið hefur þegar verið spilað tæplega 50.000 sinnum af notendum Youtube. 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing