Auglýsing

Edda fékk áfallastreituröskun eftir atvikið á HM í Rússlandi – Samtök íþróttafréttamanna brugðust loksins við

Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafréttamaður og dagskrárgerðarmaður hjá RÚV greindi frá því á Twitter í gærkvöldið að hún hefði greinst með áfallastreituröskun í haust. Málið má rekja til þess þegar fjölmiðlamaðurinn Hjörtur Hjartarson var sendur heim af HM í Rússlandi.

„Það er víst ekki eðlilegt að þora ekki að sofa einn heima hjá sér eða forðast staði og aðstæður eins og ég hef gert síðustu allt of mörg ár. Í haust var mér sagt að ég væri með áfallastreituröskun og í hroka mínum fannst mér það eiginlega bara hljóma fáránlega,“ segir Edda Sif.

Eftir atvikið í Rússlandi lagði RÚV fram kvörtun á hendur Hirti fyrir að hafa áreitt Eddu Sif. Þá greindu fjölmiðlar frá því að árið 2012 kærði Edda Hjört fyrir líkamsárás.

Edda birti einnig skjáskot af samskiptum sínum við Eirík Stefán Ásgeirsson, formann Samtaka íþróttafréttamanna. Þar greindi hún frá því að hún hygðist ekki taka þátt í vali á íþróttamann ársins þetta árið. „Ég get ekki mætt og skálað og þóst brosa með samtökum sem líta undan þegar félagsmaður beitir annan ofbeldi. Og það hvorki í fyrsta né annað skipti,“ skrifaði Edda í bréfinu.

Eftir skilaboð Eddu sendu samtök íþróttafréttamanna frá sér yfirlýsingu sem sneri að Hirti. Þar var var atvikið harmað og Edda beðin afsökunar. Edda fagnar þeirri ákvörðun. „Í síðustu viku hófst árlegt ferli við að velja íþróttamann ársins og mig langaði ekki að taka þátt. Ég sendi stjórn SÍ þennan tölvupóst og var í kjölfarið beðin afsökunar bæði persónulega og í þessari yfirlýsingu. Það skipti mig máli og ég kaus í gær,“ sagði Edda Sif.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing