Einhver er að þykjast skrifa fyrir kirkjuna á Facebook og það er algjörlega himneskt

Facebook-síðan Ríkiskirkjan var stofnuð í febrúar og hefur þegar hafist handa við að breiða út kristinn boðskap. Búið er að breyta merki Þjóðkirkjunnar og tilgangurinn virðist vera að gabba fólk.

Í fyrstu færslunni er vísað í fimmtu bók Móse: „Mannakorn dagsins: Ef maður er staðinn að því að liggja hjá konu annars manns, þá skulu þau bæði deyja, maðurinn, sem lá hjá konunni, og konan sjálf. Þannig skalt þú útrýma hinu illa úr Ísrael.“

Og viðbrögðin standa ekki á sér. Jóhann Hallgrímsson skrifar:

„Á semsagt að fara að taka fólk af lífi fyrir framhjáhald, frábært innlegg í baráttu ykkar fyrir jákvæðari umfjöllun.“

????????????

Ríkiskirkjan náði svo einhvers konar hápunkti með þessari færslu í gær.

Við viljum minna landsmenn á að bolludagurinn er kristin hátíð. Flengingarnar vísa til þess þegar Kristur var hýddur og…

Posted by Ríkiskirkjan on Monday, February 8, 2016

 

926

Og viðbrögðin!

Screen Shot 2016-02-09 at 13.47.55

Screen Shot 2016-02-09 at 13.48.45

Screen Shot 2016-02-09 at 13.48.26

Screen Shot 2016-02-09 at 13.48.09

Til að toppa þetta virðist vera búið að stofna Snapchat aðgang (uppfært: Snappið er ekki á vegum Facebook-síðunnar heldur er þetta nemar í guðfræðideild Háskóla Íslands)

12669595_957165217698405_4398415829035020205_n

„Fyrir ykkur sem eruð á Snapchat: Nú getiði loksins spurt Guðfræðingana okkar í ríkiskirkjunni allar þær lífsins ómögulegu spurningar sem skipta svo sannarlega máli í nútíma þjóðfélagi! Er Biblían í alvöru ómengað og óumdeilt orð Guðs? Var Jesús Kristur bláeygður eða brúneygður? Munu kynvillingar fara til helvítis fyrir að liggja með manni einsog kona væri? Allt þetta og meira til!“

Amen!

Auglýsing

læk

Instagram