Auglýsing

„Ekkert með hörundslit listamannsins að gera.“

Fréttir

Bandaríski tónlistarmaðurinn Lil Nas X hefur getið sér gott orð undanfarin misseri og þá aðallega með útgáfu lagsins Old Town Road (sjá hér að ofan). Á meðan lagið klifraði upp vinsældalista Billboard, ritaði Lil Nas X meðal annars undir plötusamning hjá Columbia Records og hlaut hrós frá kanadíska hjartaknúsaranum Justin Bieber.

Old Town Road hefur ratað inn á þrjá vinsældalista Billboard: 100 heitustu lögin („Hot 100“), heit R&B og Hip Hop lög („Hot R&B/Hip Hop Songs“) og heit kántrílög („Hot Country Songs“). 

Fyrir skömmu tilkynntu þó forsvarsmenn Billboard að Old Town Road yrði fjarlægt af fyrrnefndum kántrílista—þó svo að texti lagsins fjalli fyrst og fremst um hestamennsku og kúrekahatta, og að banjóið sé í fyrirrúmi í tónlistinni sjálfri. 

Nánar: https://www.rollingstone.com/music/music-features/lil-nas-x-old-town-road-810844/

Tímaritið Rolling Stone sendi fyrirspurn á Billboard í kjölfar málsins en svar Billboard var svohljóðandi:

„Eftir að hafa skoðað málið nánar komumst við að þeirri niðurstöðu að „Old Town Road“ eftir Lil Nas X eigi ekki heima á kántrílista Billboard. Þegar það kemur að því að ákveða hvaða tónlistarstefnu tiltekið lag tilheyrir skoðum við nokkra þætti, en fyrst og fremst tónlistina sjálfa; þrátt fyrir þá staðreynd að texti Old Town Road geymi margvíslegar tilvísinar í kántrí- og kúrekamenningu, þá skortir lagið ákveðin „element“ til þess að réttlæta stöðu sína á kántrílistanum.“

– Billboard

Einnig tjáði talsmaður Billboard umsjónarfólki vefsíðunnar Genius að „ákvörðun Billboard að fjarlægja lagið af kántrílistanum hafði alls ekkert með hörundslit tónlistarmannsins að gera.“ 

Líkt og fram kemur í grein Rolling Stone er Old Town Road skilgreint sem kántrílag á streymiveitum á borð við SoundCloud og iTunes. Í nýlegri fréttatilkynningu frá Columbia kemur einnig fram að lagið hafi trónað á toppi kántrílista Apple Music og er laginu jafnframt lýst sem „rapplagi innblásið af kántrítónlist“ eða „kántri-trapplagi.“ 

Lil Nas X hefur lýst yfir vonbrigðum sínum á Twitter.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing