Einlægir karlar deila sögum þar sem karlmennskan þvælist fyrir: „Ég kann ekki að bakka í stæði“

Þorsteinn V. Einarsson hvatti í dag karla til að deila sögum þar sem þeir fundu að eitthvað kom í veg fyrir að þeir gerðu ekki það sem þeir raunverulega vildu eða vildu ekki. Þorsteinn lagði til myllumerkið #karlmennskan og á Twitter í dag hafa einlægir karlar deilt sögum. Sjáðu tístin hér fyrir neðan.

Þorsteinn setti inn færslu á Facebook sem hófst á orðunum: „Strákar. Störtum byltingu.“ Hann sagði byltinguna vera fyrir betra lífi, betri lífsgæðum og meira frelsi. „Fyrir okkur, framtíðina, fortíðina, maka og lífsförunauta,“ sagði hann.

Deilum sögum um reynslu okkar þar sem við fundum að eitthvað kom í veg fyrir að við gerðum ekki það sem við raunverulega vildum eða vildum ekki. Dæmi um norm eða viðmið sem hindruðu okkur.

Þorsteinn vitnaði í vinkonu sína: „Allir pabbarnir sem vissu ekki að þeir mættu eða gætu knúsað börnin sín. Allir strákarnir sem lærðu ekki heima af því það var ekki kúl. Allskonar leikir sem ekki voru í boði fyrir stráka, menntun sem var ekki raunverulegur valkostur. Hegðun, áhugamál og færni sem aldrei var þróuð. Tilfinningar sem ekki voru ræktaðar. Líðan sem ekki var rædd. Að ekki sé talað um áhrifin á náin sambönd.”

Sjáðu tístin hér fyrir neðan og taktu þátt í umræðunni á Twitter

Og konurnar taka einnig þátt

Auglýsing

læk

Instagram