Flækt í netinu: Tvífari Barack Obama

Trevor hefur lent í miklu ónæði vegna ískyggilegra líkinda hans við fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Barack Obama. Fólk hefur stöðvað hann úti á götu til að spyrja hann út í skatta- og heilbrigðismál og þess háttar hluti. Því ákvað Trevor að smíða heimasíðu til að árétta fyrir fólki að ef glöggt er að gáð þá sést til ólikinda á milli þeirra. Á meðal ólíkinda þeirra á milli bendir Trevor á að þrátt fyrir að þeir séu báðir hálf hvítir, þá er hinn helmingurinn hans Barack þeldökkur, á meðan hinn helmingur Trevors sé einnig hvítur.

Trevor er hægra megin á myndinni.

 

Hann tekur loks fram að þeir séu ekki skyldir, svo hann viti til.

Heimild: https://ilooklikebarackobama.com/

Þáttaröðin Flækt í netinu er tilraun undirritaðs til að varpa ljósi á sérkennilega kima internetsins.

Auglýsing

læk

Instagram