Forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar heldur með Íslandi á HM

Auglýsing

Nicola Sturgeon forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar og leiðtogi Skoska þjóðarflokksins styður Ísland á HM í Rússlandi seinna í mánuðinum.

Í viðtali við Channel 4 News segist hún hafa dregið Ísland í veðmáli á skrifstofu sinni. Fréttamaðurinn hlær að svari hennar og spyr hvort hún hafi valið landið vegna þess að íslenska liðið vann England í frægum leik á EM en oft er stirrt í samskiptum Skota og Englendinga.

Hún segir það aðeins hafa verið tilviljun og óskar Englendingum velgengni á mótinu. Sturgeon segist þó í hreinskilni sennilega ekki ætla að horfa mikið á keppnina.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram