Gata í New York nefnd eftir Biggie Smalls

Auglýsing

Gata í New York í Bandaríkjunum hefur verið nefnd í höfuðið á hip hop goðsögninni Christopher Wallace, betur þekktum undir listamannsnafninu Notorious B.I.G. Gatan, sem er í Brooklyn, ber nú heitið Christopher Notorious BIG”  Way.

Fyrsta plata Biggie, Ready to Die, sló rækilega í gegn og átti stóran þátt í að koma austur-strandar hip hoppi á kortið í Bandaríkjunum, en senan hafði alfarið verið dómineruð af listamönnum frá vestur ströndinni. Platan innihélt smelli eins og Juicy og Big Poppa.

Christopher Wallace fæddist og ólst upp á götum Brooklyn og það var herferð aðdáenda sem hrinti ferlinu af stað. Biggie var skotinn til bana 9. mars 1997, aðeins 24 ára að aldri. Móðir kappanns, Voletta Wallace, var mætt á svæðið þegar breytingarnar á götuheitinu voru kynntar. Hún deildi myndbandi á Instagram þar sem fjöldi aðdáenda voru saman komnir við Christopher “Notorious BIG” Wallace Way.

View this post on Instagram

Go Brooklyn!!! We did it. Thank you everyone!

A post shared by Voletta Wallace (@volettawallace) on

Auglýsing

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram