Auglýsing

„Sumt fólk er neikvætt, neikvæðisins vegna.“—Bjarki í viðtali hjá Clash

Fréttir

Næstkomandi 15. febrúar gefur íslenski raftónlistarmaðurinn Bjarki út plötuna Happy Earthday. Platan kemur út á vegum plötufyrirtækisins !K7 Records í Berlín. 

Í tilefni útgáfunnar settist Bjarki niður með blaðamanni Clash nú á dögunum og fóru viðmælendurnir um víðan völl. Fyrrnefnt viðtal birtist á vefsíðu Clash í gær (29. janúar). 

Nánar: https://www.clashmusic.com/fea…

Eins og fram kemur í viðtalinu er platan innblásin af arfleifð Bjarka sem Íslendings; segir Bjarki meðal annars frá skelfilegum rúnti yfir íslenska hálendið þegar hann var sjö ára gamall, sem fangar ágætlega hversu sterkt íslenska náttúran hefur verkað á hann sem listamann: 

„Ég var í bíl með föður mínum og kærustu hans … Eitt kvöldið keyrum við framhjá landsvæði sands og ösku. Faðir minn snýr sér við í sætinu en kemur ekki auga á mig. Hann stöðvar því bílinn og athugar betur. Þá sér hann mig loks í grúfu á gólfinu í aftursætinu. Ég var svo hræddur. Ég man enn eftir skýjunum. Umhverfið tók á sig ákveðna mynd. Þetta var eins og að keyra inn í Mordor.“

– Bjarki

Þá ræðir Bjarki einnig sína sannfæringu þess efnis að hver hlustandi hafi rétt á sinni skoðun á tónlist tiltekins tónlistarmanns (eða listaverki tiltekins listamanns):

„Það er ekki erfitt að ímynda sér hvers vegna sú tilhugsun að sleppa listaverkinu lausu hræði marga listamenn … sumt fólk bregst alltaf við á neikvæðan hátt, neikvæðisins vegna. Það hefur þessa þörf að rífa annað fólk niður með sér. Sumt listafólk skortir sjálfstraust og leyfir þessari neikvæðu orka að draga það niður með sér.“

– Bjarki

Síðast gaf Bjarki út plötuna Oli Gumm í fyrra. Platan fékk meðal annars fínustu dóma á vefsíðu Pitchfork (sjá hér að neðan). 

Nánar: https://ske.is/grein/pitchfork-…

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing