Auglýsing

Heimildarmynd um foreldraútilokun á Íslandi

Hafin er söfnun á Karólínafund fyrir framleiðslu á heimildarmynd sem fjallar um foreldraútilokun og forsjár- og umgengnismál á Íslandi.

Myndin, sem nú er á fyrstu stigum framleiðslu, greinir frá ólíkum birtingarmyndum umgengismála í samfélagi okkar – þar sem er að finna fjölbreytt fjölskyldumynstur og ólík samskiptaform barna og foreldra. Myndin dregur upp mynd af fyrirkomulagi innan stjórnsýslunnar hvað varðar umgengni og forsjá, stuðningskerfinu við börn og meðferð ágreiningsmála. Um er að ræða viðkvæmt málefni en nokkuð eldfimt eins og flestir hafa séð, lesið og heyrt undanfarnar vikur hér á landi.

Verkefnið er framleitt af Einari Þór Gunnlaugssyni en ábyrgðaraðili heimildarmyndarinnar er Passport Miðlun ehf. Samkvæmt heimildum Nútímans ríkir nafnleynd um þá sem að verkefninu koma og er það sagt vegna þess hve viðkvæmt efni myndarinnar er. Þó er hægt að segja að aðstandendur hennar eru fagfólk innan úr íslenskri sjónvarps- og kvikmyndaframleiðslu auk fræðimanna um umgengnismál og áhugafólk um velferð barna í þessum krefjandi málaflokki.

Í tilkynningu frá aðstandendum heimildarmyndarinnar kemur fram að hún verði 50 mínútur að lengd og komi út á bæði íslensku og ensku. Þá verði hún aðgengileg á streymisveitum og, eins og áður sagði, miðar umfjöllun hennar við íslenskar aðstæður og íslenska áhorfendur.

Hægt er að sjá stiklu úr heimildarmyndinni hér að neðan en svo má einnig skunda á vef Karólínufund með því að smella hér og ljá þessu verðuga verkefni lið!

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing